Algengar spurningar
Sérstök armbönd flýta fyrir gestum inn á tónleikana og veitingasvæðin.
Armböndin er hægt að sækja í verslanir 66°Norður í Kringlunni eða Hafnarstræti 94 á Akureyri fimmtudag, föstudag og laugardag.
Tónleikagestir fá einnig 20% afslátt í versluninni gegn framvísun armbands.
Ekki er leyfilegt að fljúga drónum yfir hátíðarsvæðið. Frekari upplýsingar um bannið má finna hér
Dagskrá tónleikanna má finna hér
Allar upplýsingar um afslætti og kjör fyrir miðahafa má finna hér
Miðaverð er það sama fyrir börn og fullorðna
Öflug umferðarstjórnun, aðgangsstjórnun og öryggisgæsla verður á svæðinu allan tímann.
Nóg er af gjaldfrjálsum afgirtum tjaldstæðum við tónleikasvæðið. Tjaldsvæðið opnar á föstudaginn kl.16:00.
ATH! Aðeins venjuleg tjöld eru leyfð á hátíðarsvæðinu.
Húsbílar og tjaldvagnar fá ekki aðgang að sínu svæði fyrr en á laugardag kl.10.00.
Ekki er heimilt að koma með áfengi inn á svæðið en gestir 20 ára og eldri geta keypt áfengi á staðnum á sérstöku afgirtu svæði á tónleikasvæðinu.
Já, matarvagnar af ýmsum toga bjóða upp á góðan mat og drykkjarvörur, áfengar og óáfengar.
Já
Já
Já
Sætaferðir verða í boði á vegum SBA-NORÐURLEIÐ frá Akureyri og Reykjavík.
Sætaferðir má bóka hér
Mikill fjöldi bílastæða stendur boða til rétt sunnan við tónleikasvæðið - án gjaldtöku.
Opnun tónleikasvæðis, tjald- og venjulegra bílastæða að Mörk við Vaglaskóg verður kl.16.00 á föstudag. Húsbílar og tjaldvagnar leggja á túni Hróarsstaða (2km).
KALEO hefja leik kl. 15:00 og mikilvægt er að bílar séu komnir fyrir kl. 14:00 að tónleikasvæðinu. Eftir þann tíma verður umferð að tónleikasvæðinu lokað og bílum vísað að bílastæðum á túni Hróarsstaða 2km frá tónleikasvæðinu.
Skutlur að frá Hróarsstöðum að tónleikasvæðinu verða í boði kl. 14:00 - 18:00.
ATH. - Ekki er hægt að keyra út af bílastæðinu við tónleikasvæðið fyrr en að loknum tónleikunum upp úr miðnætti. Hér er um að ræða varúðarráðstafanir lögreglu vegna gangandi vegfarenda á svæðinu.
Bílar - aðrir en húsbílar, tjaldvagnar og ferðavagnar - geta ekið alla leið að svæðinu fyrir kl. 14:00 á tónleikadegi. Eftir þann tíma verður umferð að tónleika-, tjald- og bílastæðum lokað, en hægt að leggja á bílastæðinu við Hróarsstaði sem er í 2km fjarlægð frá tónleikasvæðinu.
ATH. - Ekki er hægt að keyra út af bílastæðinu við tónleikasvæðið fyrr en að loknum tónleikunum upp úr miðnætti. Hér er um að ræða varúðarráðstafanir lögreglu vegna gangandi vegfarenda á svæðinu.
Á bílastæðinu á Hróarsstöðum, skammt frá Fnjóskárbrú, er heimilt að koma fyrir hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum án endurgjalds.
Aldurstakmark er 16 ára nema í fylgd með fullorðnum.